luxatio hugans

awakening

mánudagur, febrúar 18, 2008

Upphaf nýrrar viku

og ég hef ekkert að segja.
Helgin í bústaðnum var æði. Hálfvitagangur að gera ekki meira af þessu. Pallurinn var á kaf í snjó þegar við komum en erfðaprinsinn tók sig til og mokaði af pallinum í eina myndarhrúgu (pabbinn hjálpaði eitthvað að vísu) og þar var útbúið heljarinnar snjóhús. Win win......... snjóhús og auður pallur. Krakkarnir fóru endalaust oft í pottinn, gufan heillaði foreldrana meira, það var grillað og farið í bíltúra þar sem umhverfið var skoðað. En umfram allt var afslappelsi.
Ef ég ætti að ergja mig eitthvað þá var það að hafa horft á Spaugstofuna og Laugardagslögin á laugardagskvöldinu. Þvílíkur hryllingur. Húmorinn í Spaugsstofunni er svo slæmur að ég varð örg og eirðarlaus og þessi djöfulsins endavitleysa sem Laugardagslögin eru er náttúrulega óskiljanleg. Það voru einu mistök helgarinnar;)
Ég las Þúsund bjartar sólir í einum rykk. Hún er yndisleg og áleitin.
Jamm.