Villti Tryllti Villi
Nú er þetta náttúrulega bara orðið sársaukafullt fyrir meðvirka manneskju að horfa uppá.
Fyndnasta samt er að Ingvar er blárra en allt blátt og hann lýsti því áhyggjufullur yfir í gærkvöldi að nú væri Vilhjálmur búinn að klúðra svo miklu að nú myndu ábyggilega allir kjósa samfylkinguna og þá yrði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri aftur. Þetta mælti hann myrkur í máli.
Ingvar fylgist betur með en ég þessa dagana. Það var alveg einstaklega fyndið þegar hann var búinn að gefast upp á því að ræða uppgjör bankana í Evrum við mig og réðst því til atlögu við Önnu Maríu sem horfði alveg blankó á drenginn. Ingvar skilur nefnilega ekki af hverju Seðlabankinn vill ekki leyfa bönkunum að gera upp í Evrum, en það fer ennþá meira í taugarnar á honum að mamma hans skilur það ekki heldur, eða réttara sagt.......... veit ekkert um hvað hann er að tala.
<< Home