luxatio hugans

awakening

föstudagur, febrúar 08, 2008

Af deodoröntum

Á Barótímabilinu ógurlega, vorið 2005, fann ég einhverju sinni ólykt úr armkrika mínum. Sigurður vinur minn var með Neutral deodorant á borði sínu og ég spurði hvort ég mætti ekki fá í sömu andrá og ég fékk mér smá smurningu í handakrikann og taldi mig jafnvel vera gera alheiminum öllum greiða. Sigurður sá það kannski ekki alveg þannig og horfði skringilega á mig og sagði svo að ég mætti bara eiga deodorantinn. Þá varð ég undrandi, því eins klígjugjörn og ég er, þá finnst mér handakrikar bara einhvern vegin ekki ná inn í kaunin á manni, þið vitið, engin hætta á að maður fái neitt upp í sig eða svoleiðis. En allavega. Deodorantinn ágæti var minn. Þetta merki, Neutral, hafði ég aldrei prófað áður, enda bara notað fín merki sem fóru með ilmvötnunum sem ég átti í það og það skiptið. En þetta var án efa sá albesti deodorant ever og þó fengin hálfpartinn ófrjálsri hendi, og ætti því skv. spekinni ekki að vera sætur og gómsætur. Og hver er nú kveikjan að þessari bráðskemmtilegu sögu? Jú staukurinn kláraðist í vikunni, og þurfti ég því að fjárfesta í öðrum. Það góða er að maður fær hann í Bónus. BESTI DEODORANT EVER Í BÓNUS! Hefði eiginlega átt að kaupa tvo og senda Sigurð með annan með sér til Nepal. En það er of seint. Hann er farinn.