Holy Diver
you´ve been down to long in the midnight sea.............. Yeah!
Fór á söngkeppni Samfés á Dalvík í kvöld. Litla systir mín var að keppa. Eins og Bubbi hefði sagt, þá valdi hún ekki rétt lag;) Eða hundleiðinlegt lag öllu heldur sem gerði ekkert fyrir hana. En það var mjög flott atriði sem vann svo það er aukaatriði.
En þá að máli málanna. Afar hressir áttundubekkingar tóku Holy Diver með Dio. Jesús hvað það var hressandi. Ég var næstum komin á ball í Tjarnarborg með Þorra Svein slammandi með hvíta hárið skipt svo snyrtilega í miðju að það haggaðist ekki.
Stundum getur nostalgía verið eitthvað svo skemmtileg. Kannski er auðveldara en ella að komast í hana þegar maður er að leysa af í bænum þar sem maður tók út gelgjuna svo heiftarlega að maður vonar bara að sjúklingarnir muni það ekki;)
Jamm.............
<< Home