luxatio hugans

awakening

sunnudagur, janúar 13, 2008

Lofar góðu

Mér er farið að lítast þannig á það að nýja afkvæmið mitt sé að verða jafn fyndin og gamla afkvæmið mitt. Það er ekki svo mikið bara það sem hún segir heldur hvernig hún gerir það. Stuttaraleg og snögg í tilsvörum og svo lýgur hún blákalt upp í opið geðið á mér án þess að blikna. Það verður kannski ekki alltaf jafn sniðugt ef hún heldur uppteknum hætti en á meðan það er um sakleysislega hluti þá finnst mér það stundum eitthvað fyndið.
Í gær vildi ég fara að komast uppúr sundi og spurði hana hvort henni væri ekki orðið kalt. "Nei. Ég er svo feit og mjúk!" var þá svarað á innsoginu.
Áðan var ég svo að díla við hana að fara í úlpu sem hún vildi ekki gera. Þá kom ég með þennan klassíska frasa hvort hún ætlaði þá að láta sér verða kalt? "Já, og lasin."
Já einmitt! Bara að spara mömmunni það sem næst kæmi í tuðinu!