luxatio hugans

awakening

föstudagur, janúar 04, 2008

S.O.S

Eru til stuðningshópar fyrir konur, giftar mönnum sem eru 30+? Nú þegar janúarmánuður er runninn upp og tuttugasti og áttundi dagur mánaðarins nálgast á ógnvænlegum hraða, þá aukast hjá mér einkenni kvíða og streitu. Ósjálfráð grátköst, óöryggi við að vera ein, minnkuð matarlyst, árvaka og skapstyggð einkenna mig þessa dagana. Ég sé bara ekki fram á að höndla það að eiga þrítugan eiginmann. Samt er hinn kosturinn í stöðunni, sem er að sækja um skilnað og eiga alltaf nýjan og nýjan mann sem er undir þrítugu, ekki alveg nógu aðlaðandi heldur. Best væri því að komast í tengsl við gott fólk sem getur aðlagað mig að atburðinum og komið mér yfir versta áfallið eftir að atburðurinn hefur átt sér stað. Ég lýsi hér með eftir því góða fólki!