Daginn eftir afmælið
Í gær fagnaði ég nebblilega einu árinu enn ómenguðu af hugbreytandi efnum og telja þau þá samtals 5. Spurning um að breyta nafni þessa bloggs, því þessi hugur er hreint ekkert luxeraður lengur................ eða jú jú, það kemur reyndar alveg fyrir. Eins og þegar ég tapa í Trivial klukkan 06.00 á morgnana.
Doddi litli klikkaði ekki frekar en fyrri daginn og gaf mér ófáanlega skó og minnti þar nokkuð á Lýð Oddsson milljónamæring.
Annars fór dagurinn að mestu leiti í framkvæmdir (kemur á óvart) en svo um kvöldið fór ég á Flórída með mínum uppáhalds K.Þ, B og A. K.Þ átti líka afmæli og við fengum sinn, skínandi látúnsskildingin hvor. Svo fórum við í enn annað afmælið (naumast að fólk er að skandalisera um áramót) og gáfum afmælisbarninu karlmann vafinn inn í slaufu. Að sá ágæti karlmaður hafi fengist til verksins er mér enn ráðgáta.
Brilliant dagur.
<< Home