luxatio hugans

awakening

föstudagur, febrúar 15, 2008

Við framkvæmdirnar fór í símasnúran í sundur

og þar af leiðandi hef ég verið síma og netlaus í hálfan mánuð eða eitthvað. Eiginlega hálf notalegt ef ég á að segja alveg eins og er. Auk þess urðum við sjónvarpslaus þegar stofan var parketlögð og það var ennþá meira frelsi. Yndislegt alveg hreint.
Alveg meiriháttar skemmtileg vika að baki. 3 stórveislur á virkum dögum í þessari viku, sem hlýtur að teljast áhugavert.
Doddi á langa helgi og við erum búin að fá bústað á Kirkjubæjarklaustri og erum að fara á eftir. Við höfum verið þar áður og þetta er fáránlega vel búinn sumarbústaður. Pottur, gufa og gasgrill. Ég ætla að fara á kostum í matseldinni................ eða pottinum, ég er ekki búin að ákveða það ennþá.
Langþráð afslöppun verður að segjast.
Bið að heilsa.