luxatio hugans

awakening

mánudagur, febrúar 25, 2008

Af slæmum vinum

Ég var að vinna á laugardagskvöldið. Fékk ég þá ekki símhringingu frá konu sem ég kýs að kalla vinkonu mína með fyrirvara. Hún sagði mér að Spaugstofan væri óvenjulega fyndin í kvöld, ég yrði að horfa, og hún vissi að ég hefði ekki horft ef ég yrði ekki látin vita. Ég hnussaði eitthvað og var sem betur fer á leiðinni upp á heilsugæslustöð að hitta sjúkling og var þar sem eftir lifði kvölds. Daginn eftir var þetta helvíti endursýnt og af því að ég er forvitinn einstaklingur þá stóðst ég það ekki að tékka á þessu. Þetta var slæmt. Jafn slæmt og venjulega. Ég tók upp símann og endurgalt vinkonunni símtalið með því að segja henni að vináttu okkar væri lokið. Ég GET EKKI átt svona húmorslausa vini. Það er nú bara þannig! Hún verður að fá sitt Voltaren annars staðar eftirleiðis. Maður tognar heldur ekkert í blaki! Eigum við að ræða það eitthvað?!