luxatio hugans

awakening

miðvikudagur, febrúar 27, 2008

Svei Ómar!

Nú má maður ekki trasha neinn lengur á blogginu á gamla góða mátann! Þessi ólundarbloggsíða sem hefur yljað svo mörgum um litlu nöðruhjartaræturnar í gegnum tíðina leggst sjálfsagt niður eins og sjálfdauð rolla nú þegar einungis má lofsyngja fólk í bloggheimum. Ég hræki á þá stefnu! Ég ætti ekki annað eftir en að fara að mala um það hvað heimurinn er fallegur og fullur af skemmtilegur fólki. Mætti ég þá heldur biðja um endursýningu á Sunnudagshugvekjunni, já og því ekki Húsinu á sléttunni í framhaldinu? Nei nú er ég önug.