Meira af Póker
Í gærkvöldi var hér háð pókermót. Fjórða pókermótið mitt í vikunni. Á ég við vandamál að stríða? En þetta var annað pókermót okkar bekkjarsystranna. Í þetta skipti fór Hildur heim með féþúfuna. Minn tími kemur, það er bara spurning um hvenær. Árdís, sem er nýkomin heim frá Perú, vill að við köllum þetta Póker Tournament of the Doktoritas. Þær voru kallaðar Doktoritas þarna úti í Perú og henni féll það vel í geð. Fannst það eitthvað huggulegt. Endingin -ita, merkir litla. Litlu læknarnir. Ég reyndi að benda Árdísi á að viðurnefnið litlu læknarnir væri ekki nógu kúl. Það er ekki það sem við þurfum þegar við förum og tökum Gunna Geirs og félaga í ósmurt. Það er enginn hræddur um að tapa peningum til litlu læknanna. En maður þrætir ekkert við Árdísi, hún lætur sig hafa það að hlusta á babblið í manni fyrir kurteisissakir, en Doktoritas er það.
<< Home