luxatio hugans

awakening

miðvikudagur, mars 05, 2008

Af góðum gildum

Mig langar alveg sjúklega mikið til Japans. Verða lost in translation í Tokyo og fleira smart. En stefnan er sett á Disney world í Flórída með children eftir útskrift. Ekki alveg sami klassinn yfir því en án efa mjög gaman fyrir krakkana. Og ég ætti að geta náð mér í smá tan. Sem er með því mikilvægara í heimi hér. Og til marks um það hvað ég er að innræta börnum mínum heilbrigð viðhorf þá sagði Ingvar okkur frá æfingu á leiklistarnámskeiðinu sem hann er á í Kramhúsinu þar sem þau áttu að segja eitthvað fallegt við foreldra sína, ekki um þau. Ég spurði Ingvar hikandi hvað hann hefði sagt. Jú hann hafði sagt: Mamma þú ert svo mössuð og tönuð. Ekki mjúk og blíð og segir fallegar sögur eða eldar góðan mat, nei nei. Mössuð og tönuð. Jesús minn og hvað sagði kennarinn eiginlega við því? Ekkert, hún drapst bara úr hlátri.