luxatio hugans

awakening

laugardagur, mars 08, 2008

Respect dagsins

fær Manuela Ósk Harðardóttir frá mér fyrir að segja frá reynslu sinni og sýn á fegurðarsamkeppnir í Fréttablaðinu í dag. Mikið vildi ég að fleiri fyrrum fegurðargellur myndu gera þetta í forvarnarskyni. Ég hef sagt þetta áður, að allar stelpur sem ég þekki og hafa tekið þátt í svona keppni skammast sín fyrir það og það má ekki ræða það. Why? Ef þetta er svona uppbyggjandi? Glataðar fornalda hrútasýningar sem mér finnst að aðstandendur keppnanna eigi að skammast sín fyrir að standa enn að. En þeir gera það ekki. Og mjög margir eru voðalega hlynntir þessu. Og fleiri eru þeir sem telja mig ljóta og bitra fyrir að hafa aldrei fengið að taka þátt í svona keppni.
Þó mér finnst hún Ester mín, sætasta stelpa sem ég hef bara séð, þá myndi ég aldrei veita blessun mína fyrir þátttöku í svona keppnum og ennfremur vona ég að mér takist að innræta henni þau viðhorf út í lífið að það muni ekki einu sinni hvarfla að henni að falast eftir slíkri blessun.
Ég vona bara að það verði gellur eins og Ásta frænka og Margrét Lára sem hún vill líkjast.