luxatio hugans

awakening

fimmtudagur, mars 06, 2008

Mögulega mesta flopp í íslenskum fjölmiðlum EVER?!

Jóhanna Vilhjálmsdóttir var að ræða við tvo stjórnmálafræðinga í Kastljósinu í gærkvöldi. Umræðan var um forkosningarnar í USA. Þar ákveður hún að sýna myndband úr kosningabaráttu Hillary Clinton. Myndbandið er augljóslega grínmyndband af YouTube en Jóhanna kemur upp um sig með því að dæsa í lokin á auglýsingunni og segja: "Já! Þetta er svakaleg auglýsing!" Stjórnmálafræðingarnir tveir sem greinilega eru með vit í hausnum sögðu strax að þetta væri nú bara eitthvað grín en ekki alvöru auglýsing. Jóhanna reynir að klóra í bakkann með að þetta hljóti að hafa skolast eitthvað til, en má ég þá benda á það að auglýsingin er textuð!! Orð fyrir orð. Líka: "þá sendir hún dauðasveitir til að drepa börnin ykkar í svefni!!!!!!!!!!!" ÞAÐ ER BÚIÐ AÐ TEXTA ÞETTA! Hvernig má það vera að vitlaus auglýsing hafi "óvart" verið birt?
Er Jóhanna ennþá með vinnu í fjölmiðlum?
Ég hvet ykkur til að skoða þetta hér. Þetta er hrikalegt.