luxatio hugans

awakening

miðvikudagur, mars 12, 2008

JÁ ÉG ER LASIN OG MÉR LEIÐIST!

En mér finnst samt mikilvægt að benda á þátt Ástu frænku í öðru marki íslenska landsliðsins í leiknum við Finnana um 7. sætið. Reyndar skil ég þetta ekki alveg. Það var deginum ljósara frá upphafi móts að þær gætu aldrei endað ofar en 7. sæti. Why? Líklega var þessu eitthvað styrkleikaraðað í riðla en samt unfair. Liðið er greinilega á rífandi siglingu og gaman hefði verið að sjá hvað þær hefðu getað á móti þeim bestu.
En KSÍ kann að forgangsraða og Ólafur Jóhannesson fær FJÓRA nýja aðstoðarþjálfara til að freista þess að koma íslenska karlalandsliðinu á stórmót. Hann gæti fengið 40 aðstoðarþjálfara en það breytir ekki þeirri staðreynd að það er líklegra að kvennalandsliðið komist á stórmót en þetta blessaða karlalandslið. Og það þrátt fyrir að þeir hafi þennan eftirsóknarverða lim sem virðist öllu máli skipta. Skrítið.