luxatio hugans

awakening

þriðjudagur, mars 18, 2008

Færsla 1200

fjallar um krónuna.
Góðan daginn kæra króna, hvað á að falla mikið í dag?
Það gleður mitt skuldsetta hjarta að
a) hafa ekki keypt ferð fyrir okkur hjónin til Bali með útskriftarárganginum
b) hafa ekki keypt ferð fyrir alla fjölskylduna til Flórída og eiga eftir að kaupa gistingu í 3 vikur í dollurum
c) verður að vera c) í svona upptalningu.
Vill einhver fjármálafróður vinsamlega hafa samband við mig og segja hverjum þetta er að kenna. Verð að geta kennt einhverjum um! Líður betur við það. Helst vil ég kenna Hannesi Smárasyni um þannig að ef einhver þarna úti telur sig geta klínt þessu klúðri á hann þá endilega hafðu samband.