luxatio hugans

awakening

föstudagur, mars 14, 2008

Árshátíð beibí!

Hey, er að fara á árshátíð læknanema í kvöld. Mína síðustu, ef ég klúðra þá ekki prófinu 9. maí. Nei definately mína síðustu, því ef ég fell í prófinu í maí og fæ ekki að útskrifast þá efast ég stórlega um að ég mæti með uppsett hár á Nordica að ári til að fagna þessari óvæntu aukaárshátíð sem mér áskotnaðist.
En ég er alveg hryllilega spennt, svona miðað við að ég ákvað ekki að fara fyrr en á miðvikudaginn. Tveggja daga fyrirvari er allt of stuttur fyrir megrun, brúnkumeðferð, litum og plokkun og allt það sjitt. Þannig að það er ekki úr miklu að moða fyrir kvöldið nema mína meðfæddu fegurð. En ég fer langt á henni.
Það er morgunpartý hjá Thorarensen klukkan 11 og ég er enn á náttfötunum. Garagó.