luxatio hugans

awakening

laugardagur, mars 29, 2008

Af kraftaverkum

Við fengum mann í mat í gærkvöldi, já og landhjúkrunarfræðing Íslands líka, en það er fyrir margt merkilegt að hafa fengið þennan ágæta mann í mat. Ég man nefnilega nákvæmlega hvar ég var þegar ég fékk þetta hryllilega sms frá Dodda sem ég hafði beðið hann um að senda mér um leið og henn vissi eitthvað. Í sms-inu stóð eingöngu: aorta dissection. Þá var mér allri lokið og ég átti hvorki von á að sjá manninn framar né því að hann ætti eftir að borða í nýja glæsilega eldhúsinu mínu eins og hann gerði í gærkvöldi, já og landhjúkrunarfræðingur Íslands líka.
Annað sem gerðist ótrúlega merkilegt í gærkvöldi og í fyrsta skipti í mannkynssögunni er að eðlilegur hárlitur var á minnihluta þeirra sem snæddu við matarborðið. Hinir voru með hárlit eins og Lína Langsokkur eins og sjá má hér:



Þessar tvær litlu skvísur voru hins vegar 50:50