luxatio hugans

awakening

laugardagur, apríl 05, 2008

Helgarpistill

Ég og ólíklegi nýji fjallgöngufélagi minn sigruðum enn eitt fjallið í gær í guðdómlegu veðri. Fell eða Fjall, hver er að velta sér upp úr því;)
En fyrr hefði ég átt á dauða mínum von en því að landhjúkrunarfræðingur Íslands færi að taka upp á því að æða með mér á helstu hóla í nágrenni Reykjavíkur.
Við tókum sjúklega flotta mynd, en ég er á Selfossi og myndavélin er heima.
Og talandi um guðdómlegt. Ekki var það nú meiningin að verða hnakki dauðans af því að taka afleysingar hér fyrir austan en fátt er fegurra en að keyra niður Kambana í veðri eins og í morgun og sjá Flóann blasa við og Vestmannaeyjar rísa upp úr sjónum eins og lítill fjallgarður. Ég er svona bráðum alveg að byrja að fara að skilja hvers vegna fólk selur í borginni og kaupir sér fyrir austan fjall. Ekkert á dagskránni samt en maður segir svona.
En það sem er skemmtilegast af öllu við að keyra austur á vaktir á laugardögum eru Simmi og Jói á Bylgjunni. Drottinn minn hvað þeir eru hryllilega fyndnir án þess að hafa mikið fyrir því. Jamms.