Af góðu prómó
Myndin NEVER BACK DOWN fær fáránlega góða kynningu. Það hljóta að vera fullt af 12 ára gömlum, lesblindum krökkum í vinnu hjá Sambíóunum. Ég læt stafsetningavillurnar eins og þær koma fyrir í Mogganum fylgja með. Ekki af illsku heldur til þess að vera ekki með sögufölsun.
Þegar tveir menn verða hrifnir af sömu stúlkunni virðist einungis ein lausn vera í sjónmáli ... BERJAST.
Cam G. úr the O.C er tilnefndur til MTV verðlaunana fyrir besta slágsmálatriðið árið 2008.
Mynd sem engin O.C.og/eða mixed martial arts aðdáandi ætti að láta fram hjá sér fara. Mögnuð skemmtun!
Ef klukkan væri ekki bara 11.20 og ef ég væri með pössun fyrir Ester og ef ég væri ekki að fara að vinna í kvöld og ef ég væri ekki að fara til Spánar á morgun þá væri ég SVO á leiðinni á þessa mynd í bíó.
<< Home