luxatio hugans

awakening

sunnudagur, maí 18, 2008

Afmæliskveðjur frá Cabo Roig

Arnþór Atli vinur okkar á afmæli í dag. Sérstakar afmæliskveðjur frá Ester Helgu. Við erum á Spáni núna. Komum í gærkvöldi. Óli Draumur sótti okkur á völlinn, keyrði okkur í búð að kaupa vatn og skilaði okkur heim að hliði. Þar biðu Svansa og Ninni með lykla að húsinu og hleyptu okkur inn, og skrúfuðu frá vatni og gasi og þessháttar. Þvílíkt dekur. Við sváfum eins og ungabörn í nótt og vöknuðum seint. Svo erum við búin að fá allt veður í dag. Það var skýjað í morgun, Svansa og Ninni tóku okkur í spássitúr um svæðið og sýndu okkur allt það markverðasta og á meðan gerði þvílíku blíðuna, sólin skein og það varð alveg steikjandi heitt. Ströndin er algjör snilld. Við vorum ekki útbúin fyrir gott strandatjill en tókum daginn í að birgja okkur af strandadóti og munum leggja undir okkur ströndina í fyrramálið. Sérstaklega hlakka ég til að hitta þessa kínversku aftur sem reyndi að selja mér nuddið í dag. Hehehe. Þegar við komum heim aftur byrjuðu droparnir að falla á okkur og við fórum inn og lögðum okkur og vöknuðum við þrumurnar;) Spes. 
Kvöldverður á kínverskum mjög skemmtilegum buffet stað þar sem maður velur hráefnið sjálfur og kokkarnir flambera það fyrir mann. 
Svo er bara nettenging og lúxus hérna í glæsivillu ömmu Lilju og afa Bjössa svo við ættum að geta verið dugleg að senda fréttir og myndir af okkur. 
Líf og fjör.