luxatio hugans

awakening

sunnudagur, ágúst 17, 2008

Af blómstrandi dögum

Ein af mínum bestu og án efa sú fágaðasta af mínum vinkonum fékk sérstaka hugmynd í gær. Hún vildi endilega skella sér með börnin á Blómstrandi Daga í Hveragerði sem hún hafði heyrt að væru svo skemmtilegir. Ennfremur var henni mikið í mun að sjá Magna, aka the Magnificent, performera. 
Ég er alltaf til í gott flipp og lét því tilleiðast þrátt fyrir að þykja þetta óneitanlega vera bolur. En allavega.  Kristín HH, sem einu sinni varð fyrrverandi vinkona mín eftir góðan Spaugstofuskandal, er nú orðin fyrrverandi vinkona mín á ný eftir verstu veðurfréttir mannkynssögunnar. Jú jú, gott ef það var ekki bara sól, logn og hlýtt fyrir austan fjall skv. símtali.
Allavega. Það var svo hvasst að krakkarnir stóðu varla í lappirnar, skjálfandi af kuldi í alskýjuðu veðri, þar sem þau úðuðu í sig Kjörís í Kjörístjaldinu, en ísinn var góður. Svo sáum við Magna taka 3 lög. Ekkert af þeim var Spenntur sem er uppáhaldslag vinkonu minnar. B. var næstum farin upp á svið að biðja um óskalag, ég rétt náði að stoppa hana, hefði getað orðið vandræðalegt, ég er líka að fara að vinna þarna fyrir austan svo orðsporið skiptir máli. Svo enduðum við í sundi í Laugaskarði þar sem B. sýndi nokkra af dýfingatöktunum frá því hún keppti í dýfingum í gamla daga. Mjög mikið Rokk. 
Þegar upp er staðið fannst mér þetta í besta falli svona lala hátíð einhver, en vinkona mín er farin að telja niður þá 364 daga sem eru til næstu hátíðar.