luxatio hugans

awakening

þriðjudagur, ágúst 05, 2008

Af lúðaháttum

Ég er svo mikill lúði þegar kemur að peningum. Ég veit ekkert um þá, mér þykir gaman að eyða þeim en lítil er vitneskja mín um hinn economiska veruleika. Mér leiðast fjármál óstjórnlega, ég vil ekki hugsa um lán og verðbólgu og vaxtabætur og gengisvísitölu og verðtryggingu og stimpilgjöld. Líf mitt er prýðilegt þrátt fyrir fullkomna vanþekkingu á þessu sviði.
Lydia kom til mín áðan og spurði: "Allý hvað er orlof og hví hefur Hrafnista stofnað orlofsreikning handa mér?"
Ég svaraði: "Orlof er eitthvað sem allir sem vinna fá. Námsmenn mega taka það út þegar þeir vilja. Humm ég veit það samt ekki, æi spurðu bara Dodda þegar hann kemur heim."

10 mín seinna kom Ingvar sonur minn, til mín og bölvaði: "Ohh ég er að tapa peningum!"
Ég: "Nú?"
Ingvar: "Evran var 125 síðast þegar ég vissi og er nú 122"
Ég: "Átt þú Evrur?"
Ingvar: "Já"
Ég: "Huh!"