luxatio hugans

awakening

föstudagur, júlí 25, 2008

Kannski er ég bipolar

en ég er allavega miklu hressari í dag og var mestan part kát nema þessar mínútur þar sem ég átti í innri baráttu með hvort ég ætti að fara og skalla mann. Ekki sjúkling þó, svo það sé á hreinu fyrir það fólk sem allt þarf að mauksjóða og brytja smátt ofaní.
Doddi og Snorri áttu leið hjá á deildina mína í þann mund er ég kafrjóð í framan af bræði hugðist fara og standa á rétti mínum. Þeir töldu mig ofan að því. Líklega mjög skynsamlegt þó hitt hefði getað verið skemmtilegra. Kannski ekki til langframa þó, eða ég veit það ekki.

Uppgjör dagsins:
Fjöldi sem óskaðist skallaður: 1
Fjöldi skallaðra: 0

Ef það er ekki framför, þá veit ég ekki hvað!