Það er ekkert að gerast hérna
En ég spái úrbótum. Ég er nefnilega að verða alveg sullandi geðveik og þá er von á hressum færslum. Í stuttu máli sagt er nýja vinnan mín að valda mér vonbrigðum. Eða það er eiginlega farið fínt í sakirnar. Nýja vinnan mín gerir mig ákaflega, ákaflega óhamingjusama. Svo óhamingjusama að ekki einu sinni tilkynning frá EMMESS um endurkomu Boxara með oreo gæti gert mig glaða á ný. Tilfinningin er eiginlega smækkuð útgáfa af því að fara í bíó með sjúklega miklar væntingar. Þær myndir verða einhvern vegin alltaf slæmar. Einhverjum lúðum sem slysast inn á myndina því það var uppselt á myndina sem þeir ætluðu á, gæti þótt hún skemmtileg, en væntingarnar hjá spenntum áhorfandanum eru kramdar. Setjið nú í samhengi að halda í 7 ár að bíómyndin verði svo góð að tilgangur lífsins muni opinberast manni á henni. Það er ekki að gerast. Kókið er súrt, poppið er of salt og helvítis bíómiðinn kostaði einhverjar milljónir!
<< Home