luxatio hugans

awakening

föstudagur, júlí 04, 2008

FL Group verður Stoðir

Og mér finnst það bara eitthvað sjúklega fyndið. Það veit enginn lengur hverjir heita hvað og hverjir voru hvað og eru hvað núna. Fólk veit ekki einu sinni hjá hvaða banka það er, æi þessum sem var einu sinni Búnaðarbanki eða Íslandsbanki! Það segist enginn vera hjá Byr. "Ég lagði allt mitt fé inn hjá bankanum sem auglýsti svo skemmtilega með flugdrekum og vind í hárið."
En jæja jæja, ef það að endurskíra hlutina bætir rekstrargrundvöll þá ætla ég svo sem ekki að fetta fingur út í það. Ég er bara aumur kandidat með 267.000 í laun á mánuði svo augljóst er að ég veit ekkert hvað það er að þurfa að fjárfesta.  En ég er að hugsa um að sækja um sem ljósmóðir eða fara í verkfall. Ég get ekki ákveðið hvort. 
Þegar ég kom heim af næturvaktinni í morgun hljóp Ingvar á móti mér og kallaði "Mamma, mamma! Það er einhver kall  í Chicago að halda niðri í sér andanum og reyna að slá heimsmet!" Jú viti menn. Gæðasjónvarpsþátturinn Oprah þar á ferð. Ég held að sumir ættu að hætta að grenja yfir Opruh. Nefni engin nöfn.