luxatio hugans

awakening

laugardagur, júní 07, 2008

Af EM

Ég og Ingvar horfðum á EM í kvöld. Við ákváðum úti á Spáni að við ætluðum að halda með Portúgal af því að England er ekki með, ég hef alltaf haldið automatiskt með Englandi en nú þurftum við að velja nýtt lið. Við erum ánægð með okkar menn eftir leik dagsins.
Lýsingin á leiknum var hörmuleg. Nú virðast fjölmiðlamenn yfirmáta duglegir að gúggla sjálfa sig en mér er alveg sama. Snorri Sturluson var með verstu íþróttalýsingu sem ég hef heyrt.
Fyndið hvað maður tekur suma hluti sem sjálfsagða. Ég hef aldrei pælt í því hvort fótboltalýsingar eða formúlulýsingar hérna heima séu góðar eða lélegar, þær bara eru þær einu í boði.
Úti horfðum við á úrslitaleikinn í Meistaradeildinni með breskum þulum, ómægod hvað lýsingin var góð, þá og þá fyrst fattaði ég hvað hún er léleg heima. Sama með formúluna, breskir gaurar og náttúrulega einhver fyrrverandi formúlugaur sem lýsti Mónakóformúlunni, algjör snilld. Þeir útskýrðu hvað var að gerast og voru mættir á planið að taka viðtal við sigurveigarann um leið. Aðgangur sem rúv virðist ekki vera með. Humm.