luxatio hugans

awakening

laugardagur, maí 31, 2008

Af breskum hæfileikum

Á meðan við höfum verið hér á Spáni með skrilljón sjónvarpsstöðvar hefur staðið yfir sjónvarpsþátturinn Britain´s got talent. Byrjar ca. 10 á kvöldin hérna hjá okkur og alveg meiriháttar fyrir okkur öll að horfa á saman því það er alveg gomma af litlum krökkum sem taka þátt. Keyrslan á þessu er með ólíkindum. Fyrst einhverjar áheyrnarprufur en svo bara bamm, 40 manna semi-final, 8 kepptu á kvöldi, fimm kvöld í röð, mán til fös og tveir komust áfram í hverjum þætti. Enginn kjaftavaðall eða vesen, bara sagt hverjir kæmust áfram. Svo eru 10 manna úrslit í kvöld. Efficient ekki satt??!! Minnir óneitanlega á undankeppni Júróvisjón heima! Nú myndi Ingvar segja: "Mamma, ertu að vera kaldhæðin núna??"
Tveir gallar eru þó. Eins og ég sagði áður er mikið af litlum sætum krökkum að keppa og alltaf skal ég grenja eins og við eigin jarðarför þegar þau eru að koma fram. Þvílík rassgöt! Hitt er að myndatökumennirnir hljóta að vera fullir því svo ömurleg er myndatakan oft. Stundum eru þetta stór hópdansatriði, mikil samhæfing og allt í gangi en myndavélarnar súmma á brjóstin á einni eða á svipbrigði Simon Cowell svo mar missir alveg af gæsahúðsfactornum sem maður skynjar þó að er til staðar. Greinilega ekki tveggja bjóra takmark í stúdíóinu eins og hjá læknum og strætóbílstjórum. Eníveis.