luxatio hugans

awakening

laugardagur, maí 24, 2008

Af fyndnustu ljósmynd veraldar

En ég varð einmitt þess heiðurs aðnjótandi að smella henni af í gærkvöldi. Það er leiðinlegt að segja frá því að myndefnið sjálft hefur neitað mér um að deila ljósmyndinni með öllum heiminum. 
Myndefni ljósmyndarinnar má líkja við sjálfa fröken hátign Mjallhvíti, en henni má einmitt lýsa á þá vegu að hún innihaldi skarpa línu. Öðru megin við línuna er eitthvað sem er hvítt sem mjöll en hinum megin við línunna er eitthvað sem er (eld)rautt sem blóð. Línan sjálf er á líkama. Líkaminn er á manni, sem er rauðhærður og einstaklega meðvitaður um þann áhættuhóp sem húðgerð hans setur hann í og var nýbúinn að fara í reglubundið eftirlit hjá húðlækni sem ráðlagði honum eindregið að nota aldrei sólarvörn undir 30. Sem gerir tilvist línunnar einstaklega áhugaverða. 
Ég og Ingvar fengum að emja yfir myndinni í gærkvöldi en það fá víst engir aðrir og er það synd.