luxatio hugans

awakening

föstudagur, maí 23, 2008

Af töpuðum Evrum

Tapaði 10 Evrum í gærkvöldi. Var nefnilega búin að veðja við Ingvar að Ísland kæmist ekki áfram í gærkvöldi. Ekki af því að ég hefði eitthvað á móti lagi eða flytjendum, ég var bara sannfærð um að við færum ekki áfram. Ingvar trylltist úr fögnuði og krafði mig óðara um 10 Evrurnar. Hann var reyndar búin að "trashtalka" mig allan daginn með því að ráðstafa Evrunum sínum 10 í hitt og þetta. Jæja þetta var ágætt. Hefði verið leiðinlegt að innheimta pening af tapsárum krakkanum.
Mamma kom í gær og við fórum og skoðuðum húsið sem hún er að kaupa hér. Þetta er nýbygging og ekki enn komin ljós eða rafmagn en annað að mestu tilbúið. Mér fannst húsið bara reglulega fallegt og huggulegt sundlaugarsvæði og svona. Reyndar lengra á strönd en héðan úr þessu húsi en styttra á golfvöll;) 

Jæja það stefnir í enn eina steikina. Síðustu þrír dagar búnir að vera algjör bakarofn. Sólin er ekki komin á pallinn framan við hús og hitamælirinn þar segir 23 gráður. Ekki slæmt. Hugsa að við förum aftur á ströndina í dag. Það er æðislegt að vera á ströndinni hér. Venjulega er ég ekki svona sandur í rass kona, en það er öðruvísi hér. Reyndar eru kínverjarnir sem vilja nudda mann farnir að pirra mig pínulítið en ekkert sem íslenskur hvassleiki getur ekki barið af sér. 
Farin.