luxatio hugans

awakening

laugardagur, maí 24, 2008

Til hammara með ammara

Sætasti aldraði maður heims á afmæli í dag. Hann er frekar mikið gamall. Ég man ekki alveg hvað hann er gamall þó, ég veit ekki hvort ég lærði nokkurn tímann að telja upp á svo mikið. Eða kannski lærði ég það og kannski er talan fjörtíu!!
Ég sé á mbl.is  að veðurguðirnar hafa ákveðið að heiðra manninn með blíðviðri og óska ég manninum og fjölskyldu hans alls hins besta í dag. Einnig hef ég heyrt því fleygt að Dalvíkingurinn Friðrik Ómar ætli að færa sveitungi sínum íslenskan júróvisjónsigur í afmælisgjöf. Veit ekki hvort það er kjaftasaga. 
Eigðu góðan dag gamli kall!!