Sagan af Megasi
Þessi saga er skrifuð til manns sem kennir sig við antipsychotica af typiskum toga.
Sagan er af langafa mínum sem hataði ketti og hataði tónlistarmanninn Megas en hann fílaði fólk sem stóð fyrir sínu og sýndi af sér baráttuþrek.
Svo gerðist það einn dag að lóga átti kettlingahóp heima á Völlum þar sem ég fæddist. Einn gulbröndóttur kettlingur flúði aðgerðirnar og slapp við drekkingu. Þá hló afi Árni dátt að seigjunni í kattaandskotanum og sagðist myndu taka hann og eiga hann. Að sjálfsögðu fékk kötturinn nafnið Megas og lifði lengi. Það var alveg sama hvað afi sveiaði á blessaðan köttinn, engan fílaði Megas betur en afa. Jamms.
<< Home