Af bangsadrama
Mér finnst hryllingur að horfa á myndbandið á mbl þegar ísbjörninn er skotinn. Fyrst er hann bara eitthvað lifandi og hress en samt ráðvilltur greyjið og svo er hann bara plammaður niður. Hvað er í gangi? Hvaða móðursýki greip um sig þarna? Mátti virkilega ekki bíða aðeins og sjá til? Nei hann var svo mikil ógn skyndilega en vitni segja allt aðra sögu. Hann reyndi bara að forða sér greyjið ef einhver nálgaðist. Það er skömm að þessu!
<< Home