HALLÓ!!
Það mætti halda að ég væri æðislega glöð, hamingjusöm og frjáls ef horft er til þess hve lítið ég hef hreytt í menn og málefni á síðustu dögum. Óttist eigi. Ég er jafn úrill og venjulega, jafnvel önugri en þrem dögum fyrir próf en samt bólar ekkert á færslunum. Hvað er það?!
Ég er farin að sakna eina fólksins sem kemur í óvæntar heimsóknir til mín. Þegar dyrabjallan hringir og ég á ekki von á neinum, þá er það annað hvort pósturinn eða Ólöf og Beisi. Ó + B eru búin að vera í löngum Evróputúr, og þykir mér orðið nóg um skortinn á "inndroppinu".
Þá er ég búin að kvarta undan því.
Næst langar mig til að kvarta undan launaseðlinum sem forstjóra Landspítalans og Ríkisféhirði datt í hug að misbjóða mér með í gær. Já einmitt. Það er nefnilega þannig að stundum fær maður sig ekki til þess að hætta í vinnunni klukkan 16.00 útaf óleystum vandamálum og hlutum sem þarf að fylgja eftir, þrátt fyrir að ég viti vel að ég fæ enga yfirvinnu borgaða. En einhvern vegin grunar mig að þessi ágæti launaseðill sem ég fékk í gær muni hjálpa mér við að leggja frá mér ókláraðar beiðnir klukkan 16.00 og pilla mig heim til barna minna sem kunna að meta nærveru mína. Jamms.
<< Home