luxatio hugans

awakening

fimmtudagur, júní 19, 2008

Af tvífara Frank Lampard

En ég lenti einmitt með honum, tvífaranum altso, á fyrstu helgarvaktatörninni minni. 3 næturvaktir í röð þar sem hárið á "Frank" varð úfnara og úfnara með hverri nóttunni sem leið. Mjög fyndið. En ég var dauðstressuð fyrir þessari helgi og lófaprófið sannaði það svo um munaði. Því er það nú svo að þegar upp er staðið var ég mjög þakklát fyrir tvífarann. Hann var mjög viðmótsgóður og kennsluglaður við kandidatinn en það sem mestu skiptir er að hann er með húmorinn í lagi. Maður kemst nefnilega í gegnum flest með húmorinn að vopni. Það er nú bara þannig. Reyndar verður allt alveg sjúklega fyndið milli 5 og 6 á morgnana en það er sama. Þrátt fyrir króníska vanlíðan náði ég að hafa mjög gaman að þessu og það hefði ekki verið hægt með hverjum sem er. Þannig að takk fyrir það!

p.s hversu fyndin er þessi mynd af Frank Lampard?!!