luxatio hugans

awakening

þriðjudagur, júní 17, 2008

Brjáluð keyrsla

að baki. Undirskriftin, útskriftin, 10 ára stúdentsafmæli, tvöfalt afmæli, norðurferð og aftur heim. Lofa fullt af myndum - á morgun.

Lítil saga af börnum mínum sem eru eins og svart og hvítt. Ingvar sjúklega stabill, Ester Helga skapstór og frek. Þegar við vorum búin að keyra að norðan í fjóran og hálfan tíma og Ester búin að vera góð allan tímann var tankurinn greinilega tómur hjá henni og hún þurfti að snapa fight (eitthvað sem ég tengi reyndar sjúklega vel við). Hún byrjar að söngla: Gyða er vinkona mín, ekki vinkona ykkar! Nananabúbú. Og af því að ég varð ekkert þroskaðri við það að útskrifast sem læknir þá fór ég að söngla: Gyða er systir mín, ekki þín! Allavega! Allir sem hafa umgengist smákrakka sjá fyrir sér hvernig málin þróuðust, nema ég hafði málstaðinn augljóslega mín megin. Gyða er jú systir mín hvað sem Ester tautaði og raulaði. Ingvar sagði að lokum þreyttum rómi: Ester! Þú breytir ekkert staðreyndum! Gyða er systir hennar mömmu!
Sem betur fer vorum við þá komin á planið heima svo rifrildið verður að bíða betri tíma. Gott rifrildi samt.