luxatio hugans

awakening

mánudagur, júní 23, 2008

27. sept næstkomandi

verðum við í Frakklandi. Ég segi þetta því ég geri ráð fyrir íslenskum sigri gegn Grikkjum á fimmtudaginn. Þá verður hreinn úrslitaleikur við Frakkana um að komast beint á EM. Og við verðum á vellinum, blámáluð og snargeðveik. Kannski notum við tækifærið og förum í sleik í Eiffel turninum eða hvað það er sem elskendur gera í París, ég veit það ekki.
Við erum sérlegir áhangendur þessarar gellu hér sem gerði allt vitlaust í leiknum á laugardaginn. Snillingur.


Ég hvet alla áhugamenn um að íslenskt A-landslið leiki til úrslita á stórmóti til að fjölmenna á fimmtudaginn og svo auðvitað til France í sept.
Líf og fjör.