Af kjaramálum
Ég ætla að fella kjarasamninginn sem undirritaður var fyrir mína hönd og hækkar grunnlaun mín úr 267.000 kr. í heilar 278.000 kr. Það er góðum 9000 krónum lægra en ríkið bauð í upphafi. Gráðugt hálaunafólk hef ég heyrt. Já já, það er fínt, þá ætla ég bara að vera gráðug áfram. Gott að slefa ekki í 300 þús kallinn á sínu 7. háskólanámsári.
Þessi hækkun dekkar allavega ekki hækkunina á afborgunum af lánunum sem ég tók til að koma mér í gegnum þetta nám. Sem er alveg þokkalega skítt fyrir mig og mitt fólk.
Ríkið er með miklu betri lækna í vinnu en þeir eiga skilið. Þeir kosta okkur jú í gegnum þessi 6 ár í læknadeild. Þeir borga okkur skammarlega lág laun fyrir þegnskylduvinnuna á kandidatsárinu sem á að heita 7. námsárið og svo fara íslenskir læknar út í sérnám á eigin kostnað, auka svolítið skuldahalann sinn og fá hágæðamenntun í öðrum löndum sem íslenska ríkið ber engan kostnað af. Eða þannig horfir þetta fyrir mér.
Annars er ég hress.
<< Home