luxatio hugans

awakening

fimmtudagur, júlí 10, 2008

Af umkvörtunum

Mér hafa borist kvartanir um bloggleysi. Reyndar bara frá einum manni, Örvari Gunnarssyni og ég held að það sé vegna þess að hann saknar þess að sjá ekki SOAP nótur um sjálfan sig hér á blogginu. Ég er einmitt á teyminu hans Össa þessa dagana og læri betri læknisfræðileg handtök og meiri medicinska nákvæmni undir hans handleiðslu. Það er ákveðin goggunar og virðingarröð í þessu fagi og sá sem heldur öðru fram er með hausinn á kafi í rassgatinu á sér. Kandidatinn reynir að þóknast deildarlækninum og báðir reyna að þóknast sérfræðingunum. Þess vegna sveiflast tilfinningar mínar á daginn á milli þess að segja Örvari, sem ég hef þekkt forever, að halda kjafti eða hlýða og gera eins og mér er sagt. Reyndar langar mig alls ekki oft að segja Örvari að halda kjafti, það er helst þegar hann kemur mér í svona "sýndu mér hvað þú getur" aðstæður. Annars hlýði ég bara og geri það sem mér er sagt. Ég er voða blíð og ljúf, það geta allir vitnað um það. Lítið og viðkvæmt blóm sem gerir aldrei neinum neitt og allir valta yfir. Lítið puntstrá sem titrar af sorg yfir kjörunum sínum.