Blokkarlíf
Það er eitthvað lið í blokkinni minni að bora og negla. Mér finnst það voða leiðinlegt og Mói the dog er hræddur. Hvernig ætli það hafi verið að vera nágrannar okkar í þessa 9 mánuði sem endurbætur stóðu yfir? Það kvartaði reyndar aldrei neinn nema dópistinn sem bjó í næsta stigagangi sem kom einu sinni klukkan 10.00 á mánudagsmorgni og snappaði á opinmynntan Jósavin frænda minn því hún gat víst ekki sofið. Jósi leyfði henni að hella úr skálum reiði sinnar og hélt svo áfram að saga. Lærdómurinn er þessi: Ekki dópa á sunnudögum því það gætu einhverjir verið að framkvæma á mánudögum.
p.s Dodda finnst voða gott að sofa undir Siggu Beinteins og Maríu Björk á fullu blasti. Ester hætt að horfa og farin að púsla inni í herbergi en Doddi á pottþétt eftir að vera með einhver hrikaleg leikskólalög á heilanum þegar hann vaknar.
<< Home