luxatio hugans

awakening

föstudagur, ágúst 01, 2008

Af fasteignum

Í töluvert mörg ár hefur fasteignavefur mbl verið minn uppáhaldsvefur. Ég er ALLTAF að skoða fasteignir. Í hvaða tilgangi veít ég eigi. Í nokkra mánuði núna hef ég slegið inn í leitina einbýli og raðhús í hverfum 103, 105, 108. Uppfæri reglulega til að engin glæsieignin renni mér úr greipum. Mér finnst ég vera að svíkja nýju uppgerðu íbúðina mína, sem gerði Gísla Kort tímabundið mjög hamingjusaman í gærkvöldi. Ég er eiginlega á klámsíðum ótrúa íbúðareigandans. En nú er ég komin með nýtt áhugamál. Ég er hætt að skoða hús í Fossvoginum og er nú farin að skoða búgarða í Uppsala, Sverige. Það er enginn prís á þessu!!