Af góðum ráðum
Ég er að vinna með konu núna, hjúkrunarfræðing sem er gift lækni. Þessi stelpa útskrifaðist fyrir einhverjum árum, ekkert mörgum líklegast þar sem hún er frekar ung. Þau stefna á að flytja út í haust því hann er að byrja í sérnámi.
Þar sem ég sat í gær og bisaðist við að skrifa einn tímamóta dagálinn sem mun sennilega breyta gangi sögunnar heyri ég þessa stúlku segja að hún hafi ákveðið að söðla um og hefja nám í læknisfræði erlendis í haust. Ég leit upp úr meistarverkinu sem ég var langt á veg komin með og horfði á konuna. Ekki gerði ég mér grein fyrir að það væri á neinn ákveðinn hátt fyrr en hún sagði: "Af hverju horfiru svona á mig? Þú ert með sama svip á andlitinu og maðurinn minn!"
Þá áttaði ég mig á því að það var svipur örvæntingar. Örvæntingarinnar yfir því að langa til að hjálpa fólki en vita ekki hvernig á að fara að því. Svo ég stundi bara hógvært: "Þetta er pottþétt ekki þess virði." Ég stillti mig um að rífa í hárið á mér og veina: "Ekki gera það !!!!!!!!!"
En hún yppti bara öxlum og sagði að þetta væri nákvæmlega það sem maðurinn hennar segði alltaf líka. Hana langaði bara samt til að prófa.
Þá ákvað ég bara að klára dagálinn svo að ég gæti amk sagst hafa hjálpað sjúkling dagálsins þann daginn.
<< Home