luxatio hugans

awakening

föstudagur, ágúst 08, 2008

08.08.08

Ég er að fara að gifta mig í dag, í áttunda skipti.

Nei ég er að djóka. Ég bara varð að blogga eitthvað á þessum degi samt, það er svo töff.
Ég væri meira en til í að fara á Clapton tónleikana í kvöld eins og nýji besti vinur minn í Salzburg virðist ætla að gera, kannski tekur hann Mósann með sér, það væri nú alveg til að kóróna gremju mína, en þess í stað ætla ég á vakt í Fossvogi. Sjúklegt líf og fjör! Vona að ég fái að setja inn Kóvar hjá einhverjum rétt fyrir klukkan 18.00, helst einhverjum sem ég þekki ekkert og ekki hefur verið tekið INR hjá í 3-4 daga. Það eru uppáhaldspípin mín í öllum heiminum.
Það er alltaf, og þegar ég segi alltaf þá meina ég 3-6 x á hverjum einasta andskotans degi, verið að spyrja mig í hverju ég ætli að sérhæfa mig. Haldið ykkur! Hér kemur það: Segavarnir Ríkisins! Starfa ekki læknar þar?!