luxatio hugans

awakening

mánudagur, ágúst 25, 2008

Af staffapartý

Mér fannst ekkert sérstaklega gaman í Clausus, ég held ekki að neinum finnist það, en mér fannst það viðbjóður. Ég fæ hroll þegar ég hugsa til baka og geri það helst ekki. En lítið msn spjall sem ég átti áðan minnti mig samt á óstöðvandi hláturskast sem ég fékk yfir 200 manna salinn.
Það var í sálfræðitíma þegar Eiríkur Örn var að tala um einhverja gosverksmiðju sem hafði þjálfað dúfur til að pikka út skítugar flöskur, (vírd að muna þetta.... ég veit) og svo hefði bara verið einn human verkstjóri, og Jói Vilhjálms hvíslar að mér: Psst... Hvernig helduru að sé að mæta í staffapartý?! og ég gjörsamlega trylltist úr hlátri og hélt ég myndi aldrei ná stjórn á mér. Nú eru liðin 8 ár og ég flissa enn þegar ég framkalla myndina af staffapartýjinu í huganum.