luxatio hugans

awakening

sunnudagur, febrúar 28, 2010

Hætt

Nenni þessu ekki lengur, er hætt.
1520 póstar frá vordögum 2003. Þetta er komið gott.
Hälsningar.

laugardagur, febrúar 06, 2010

Af liðinni viku

Mjög erfiðri viku að ljúka og það er að birta til á ný. Er svo "heppin" að vera frekar gölluð í grunninn og tilheyri því frábærum félagsskap fólks sem styður við bakið á mér og leiðir mig á rétta braut á ný. Á líka frábæra vini sem hafa stutt mig með hlýjum orðum og hvatningum. Sem er líka mjög dýrmætt. Nú sef ég allavega aftur og hætt að vakna í panicköstum og farin að borða of mikið á ný, sem er batamerki;)
Það var líka frábær saumó haldin hér á fimmtudaginn þar sem mikið var hlegið og það er mjög gott.
Þannig að reynslan hefur sýnt mér, á ný, í milljónasta skiptið, að öll él stytta upp um síðir. Samt er allt jafn erfitt að muna það þegar verstu blindbylirnir ganga yfir. En þannig er nú það.

Nú fer ein vinnuvika í hönd og svo brunum við í einhverja 5 tíma í norður á skíði í viku. Allir orðnir mjög vel græjaðir og mikill spenningur. Ester telur á hverjum degi niður. Við duttum niður á svo hagstætt paketpris handa henni að við keyptum alveg glænýtt bleikt blómaprinsessu skíðasett. Hún var svo alsæl og getur nú ekki beðið að fara á skíði. Sjálf er ég nú frekar lofthrædd og lífhrædd yfir höfuð þannig að ég hugsa að ég verði róleg einhvers staðar mjög neðarlega í mjög flatri brekku. Ég er líka mjög hrifin af heilum beinum svona í grunninn þannig að ég hugsa að frúin tefli ekkert á tæpasta vað í þessari ferð.
Doddi, a.k.a Gunde Svan, bindur miklar vonir við að nú verðum við loksins þessi Vasalopps elskandi áhangendur sem hann hefur svo lengi þráð. Einhverjir sem standa spennt með frosið horið og bíðum eftir að hann klári einhverjar 50 km skíðagöngur. It could happen .....