luxatio hugans

awakening

sunnudagur, mars 02, 2014

Hér er kúkableyjan þín, varsågod!

Þetta er gömul saga en hún er góð.
Einhverju sinni þegar Doddi var ennþá einn af þjálfurunum í fótboltaliðinu hennar Esterar þá var hann að fara með þær að keppa leik. Ég var á vakt og Magnús er eitt af þessum börnum sem ekki er  hægt að taka með sér eitthvert þar sem athyglin getur ekki verið 100% óskipt á honum. Baldur og Eygló voru fengin til að hlaupa undir bagga og Doddi fékk að koma með Magnús þangað á meðan leikurinn væri. B og E búa í þröngri einbýlishúsagötu þar sem bílunum er lagt úti á götu fyrir framan húsin og þarna fékk Doddi ekki stæði fyrir framan þeirra hús heldur neðar í götunni. Þegar Doddi er að taka Magnús útúr bílnum er greinilegt að krakkinn var búinn að skíta á sig, Doddi hleypur með hann inn, skiptir á honum sjálfur til að vera ekkert algjört scumbag, fær poka undir bleyjuna og ætlar að hlaupa með hana í ruslið á leiðinni í bílinn. Hann var hins vegar að flýta sér og fattar ekki fyrr en hann er kominn að bílnum aftur að hann er enn með pokann í hendinni og hafði gleymt að henda henni í Baldurs ruslatunnu. Við hliðina á bílnum var hins vegar ruslatunna og þessum glæra samlokupoka með einni uppvafðri bleyju var slengt í tunnuna. Svo brunar Doddi af stað á bílnum.
Sennilega þremur tímum seinna kemur hann til baka og fær sama stæði. Fer inn og nær í Magnús en stoppar einhverja stund í kaffi og blaðri. Þegar hann svo loksins kemur út aftur mörgum klukkutímum eftir að hafa skilað Magnúsi af sér bíður hans kúkableyjan í pokanum á framrúðunni eins og hver önnur stöðumælasekt. Ég meina af hverju ætti maður ekki að standa í því að plokka kúkableyjur uppúr ruslatunnum og setja á bílrúður til að kenna mönnum lexíu? Þetta er bara princip!

2 Comments:

At 9:34 e.h., Blogger Unknown said...

Ef maður er Svíi og er uppalinn í því að tilbiðja reglurnar þá fer þetta svona.
Þetta fólk fer á mis við svo margt.

 
At 9:21 e.h., Blogger arnyarnarsdottir said...

Nei þetta er of gott!!

 

Skrifa ummæli

<< Home