Mangi Griffin
Átti svona Stewie Griffin moment með Manga í morgun. Magnús er alveg bleiulaus á daginn en sefur enn með bleiu. Í morgun kom hann inn til mín og vakti mig og sagðist þurfa að kúka. Ég sagði honum þá að fara og kúka í koppinn. Nei ég er búin að kúka í bleiuna, sagði hann. Ohh! sagði ég og var syfjuð og lokaði aftur augunum. Þá heyrði ég aftur í Magnúsi, Mamma viltu koma og taka kúkinn, þetta er ógeðslegt!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home