Af móðurbræðrum
Ég á þrjá móðurbræður. Þeir eru í sjálfu sér ekkert mikið eldri en ég, þannig lagað, þar sem fæðingu mína mætti flokka sem bernskubrek móður minnar sem átti heil 3 ár í tvítugt. Önnur bernskubrek eru að fæða mig á sveitabæ í Svarfaðardal í brjáluðu veðri. Þvílíkt lán að ég sé yfir höfuð til staðar að semja þessa færslu!! Jesús góður, en annars nenni ég ekki að fjalla frekar um heimafæðingar frumbyrja;) En aftur að þessum móðurbræðrum. Fræg eru ummæli Árna Þórs sem fannst ég það fallegasta sem hann hafði nokkurn tíma séð, og fannst nærvera mín á Völlum í kjölfarið notaleg svo ekki sé tekið dýpra í árina. Svo heillaður var hann að hann varð sjálfur að eignast eitt slíkt kraftaverk og fæddist því Þorleifur Kristinn árið eftir og átti faðir hans þá heil 3 ár í tvítugt. Bernskubrek á færibandi ...........
Jæja kveikja þessarar færslu var þegar ég var að skoða myndir af yngsta dýrinu hans Árna, honum Mikael Þór sem er 7 mánaða. Hann er farinn að sitja og borða og spjalla og gera alls kyns kúnstir. Þeir frændur Mikael og Magnús eru fæddir sama ár og þótt sá síðarnefndi haldi ekki haus þá er stutt í að maður sjái engan aldursmun á þeim. Það þekki ég af fyrri reynslu og rifjaðist upp fyrir mér hvað mér fannst Agla miklu stærri en Ingvar og Arnþór Atli miklu stærri en Ester Helga. Og þá sá ég annað mynstur. Þessir móðurbræður mínir sækja mikið í að eignast börn sama ár og ég. En allir þrír hafa þeir valið að fara þá leið. Mér finnst ég vera svona fyrirmynd þeirra sem hófst náttúrulega strax með fæðingu Olla 1979. Þessu fylgir ábyrgð auðvitað en ég veld henni vel. Já þetta var sagan af því.
3 Comments:
Ég held að þetta sé á hinn veginn; Agla er fædd á undan Ingvari, Arnþór á undan Ester og Mikael á undan Magnúsi. Þú gast ekki verið til friðs þegar við bræðurnir vorum komnir af stað! En þetta sannar það sem við höfum svo oft sagt við þig að það er til kynlíf eftir þrítugt! Held samt að það verði ekki lagt meira á okkur með að fjölga Vallarkyninu og við munum ekki fylgja í fótspor þín haldir þú áfram að fjölga Vallarkyninu.
Bestu kveðjur frá Atla frænda!
Smáatriði hver fæddist á undan! Þetta er ekki keppni hver er fyrstur
Árni Þór er greinilega orðinn sá eini sem nær að halda í við þig!
Skrifa ummæli
<< Home