luxatio hugans

awakening

fimmtudagur, október 21, 2010

Af fæðingarorlofi

Það er svo áhugavert að prófa að vera í svona alvöru fæðingarorlofi eins og annað fólk fer í. Við Doddi bæði heima og dagurinn snýst um litla Måns, brjóstagjafir og bleiuskipti. (Og reyndar 6 ára afmæli, bílasölur og yfirvofandi húsferlaflutninga;)
Þegar Ingvar fæddist var nýbúið að lögleiða 2 vikna fæðingarorlof fyrir feður. Doddi fékk ekki að taka út sitt hjá atvinnurekandanum FMN, hann fékk að hætta eftir hádegi fyrstu vikuna eftir að hann fæddist og gott ef hann fékk ekki frí daginn eftir að hann fæddist, ég er ekki alveg viss samt. Doddi var sendill á FMN, glætan að það hafi skipt máli hvort það var hann eða einhver annar sem keyrði út einhverja pappakassa en að fara í fæðingarorlof var ekki option. Svo byrjaði ég í skólanum og þá fékk Ingvar brjóst á morgnana, í löngufrímínútum og hádeginu, ekkert væl þess á milli enda borgaði það sig ekki. Eitthvað svipað var upp á tengingnum með Ester, kannski ívið strembnara að fá það til að passa við verknám með skyldumætingu enda komu tengdamamma, amma, einhver kelling úr Breiðholtinu og svo að lokum Lydia til að redda þessu. Ester var selflutt á Baró til að fá brjóst um vorið.
Núna þarf Måns rétt svo að umla og það koma báðir foreldranir hlaupandi. Þetta verður mikill dekurrass;) En þetta er svo miklu skemmtilegra! Engin kvíðahnútur yfir neinu yfirvofandi prófi eða verknámi eða einhverju rugli. Það eina sem ég veit er að ég fer næst í vinnu 1. sept 2011.

Í næsta pistli verður fjallað um goðsögnina "barnvænu" Svíþjóð.

1 Comments:

At 6:11 e.h., Blogger Unknown said...

mmm næs, óskandi þetta væri svona á íslandinu en hér á að einmitt að fara að stytta fæðingarorlof og minnka greiðslur, eins gott að hipja sig héðan áður en annað barn kemur

 

Skrifa ummæli

<< Home