luxatio hugans

awakening

þriðjudagur, janúar 19, 2010

Þegar Allý fór að læra að dansa

Ég fór og skráði krakkana í dansskóla í vikunni. Ingvar í HipHop og Ester í einhverja blandaða dansa. Þá sá ég að boðið var upp á fjöldann allan af dansnámskeiðum fyrir fullorðna. Ég gæti til dæmis farið í Ballet fyrir vuxna byrjendur! Spes en kúl! Ég ákvað að kýla á það að fara í jazz för börjendur. Ég lærði nú eftir allt saman Jassballet í Jassballetskóla Báru í heil þrjú ár, frá 1984-1986. Sú reynsla er nú varla af manni tekin eller hur?
Mig er búið að langa að gera þetta lengi, en fundist ég of gömul, of asnaleg og of eitthvað, hitt og þetta og allt mögulegt. Það góða við Gautaborg að hér býr milljón, það þekkir mig engin og mér er alveg sama. (Eða svona næstum alveg sama ..... Glöð, hamingjusöm og frjáls mantran)
Jæja svo. Hálfgerð skyndiákvörðun og ég fattaði að ég ætti enga innanhússkó eða dansskó eða neitt svoleiðis. Þannig að þegar ég stóð í fyrsta tímanum og horfði á sjálfa mig í risastórum spegilveggnum í innanhúsfótboltaskóm af Ingvari þá munaði engu að ég fengi brjálæðislegt hláturskast. Hélt aftur af mér, því augljóslega var enginn með mér og því engin félagslega ásættanleg afsökun fyrir mig að hlæja upphátt á almannafæri.
Byrjaði svo danstíminn og það var kalt mat undirritaðrar að vera áberandi lélegust viðstaddra. Danskennarinn var sjúklega flink og kannski óraunhæft að bera stirðar hreyfingar mínar við hennar fimlegu og fumlausu.
En þetta var alveg rosalega skemmtilegt! Ég var léleg, á eftir í öllum sporunum, náði aldrei rútínunni þrátt fyrir u.þ.b 20 rennsli en skemmti mér konunglega.
Elska að búa í stórri borg!
Svo var þessi líka hressilegi hópur steppdansara að hefjast handa þegar mínum tíma lauk, þannig að það verður nóg að gera hjá mér næstu ár.

8 Comments:

At 9:40 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Aaaahahahahaha verð eiginlega að koma með þér næst þó það væri ekki nema bara út af félagslegu afsökuninni til að hlægja og jú svo verð ég að sjá þig í skónum :) Tinna

 
At 9:43 e.h., Blogger Unknown said...

Bíddu og í hvaða tíma var Þóroddur skráður??

 
At 10:01 e.h., Blogger B said...

Allý - þú ert uppáhalds :*

Ég treysti á að næsta sunnudag verði það háhælaðir, legghlífar & krullur í hárinu.

 
At 10:25 e.h., Blogger asta said...

hehe ég alveg sé þig fyrir mér frænka :) ánægð með þig að hafa skellt þér... knús á ykkur

 
At 6:21 f.h., Blogger Ally said...

Jónas, þið Doddi farið í Michael Jackson för vuxna börjendur

 
At 12:46 e.h., Blogger Unknown said...

Áður en þú veist af verður þú búin að uppfylla langþráðan draum þinn og skrá þig á keramík námskeið.

 
At 1:48 e.h., Blogger Hulda said...

hvenær kemur So You Think You Can Dance til Göteborg??

 
At 2:05 e.h., Blogger Hadda said...

Þú ert dásamlega yndisleg! xx

 

Skrifa ummæli

<< Home